Fréttir úr 3. bekk

Föstudagsfréttir

Góðan daginn. 

Hér í viðhengi eru föstudagsfréttir frá okkur í 3.bekk. 

Bestu kveðjur úr Mjólkurbúinu

Föstudagsfréttir

Hér eru hinar vikulegu föstudagsfréttir mættar. 

Viuð hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur heimhringingarnar sem eru framundan hjá okkur í skólanum nú í mars.

Smellið á linkinn og rifjið þær upp ;) 

https://grunnskoli.hveragerdi.is/is/frettir-1/heimhringingar-framundan


Föstudagsfréttir

Geimlagið

Við vorum að læra um röðina á plánetunum í vikunni og af því tilefni lærðum við nýtt lag, Geimlagið.

Þetta lag er um himingeiminn og pláneturnar og kemur þar fram í hvaða röð þær eru. 

Margir krakkar báðu um slóðina að laginu og þið getið nálgast það hér á youtube.

Þetta lag kemur úr Stundinni okkar þegar Gói stjórnaði henni á sínum tíma. 


Skráning í foreldraviðtöl

Nú styttist í foreldraviðtölin og búið er að opna fyrir þau. Aðstandendur barnanna  eiga að sjá sjálfir um bókun í viðtölin og gera það í gegnum mentor.is.

Kerfið er í sjálfu sér nokkuð einfalt: Þið opnið Mentor appið eða farið inn á heimasíðu Mentors www.mentor.is Þið veljið hvert barn fyrir sig (ef um fleiri en eitt er að ræða) Í appinu og á heimasíðunni er grár flipi sem stendur á foreldraviðtöl og ef smellt er á hann opnast lausir tímar sem hægt er að bóka.

Í þetta sinn eru það nemendurnir sem stýra viðtölunum en við leggjum áherslu á nemendastýrð viðtöl í þessu viðtali. Nemendur eru þar að líta til baka á námið sitt og einnig að setja sér markmið fyrir vorönnina sem nú fer að hefjast.

Heimsókn frá Brunavörnum Árnessýslu

Í dag fengum við góða heimsókn frá Brunavörnum Árnessýslu. Fulltrúar þeirra komu og fræddu krakkana um brunavarnir.

Landssamband slökkviliðsmanna hefur árlega efnt til brunavarnarátaks fyrir jólin um allt Ísland og heimsækja þeir alla 3. bekki landsins í þessu átaki. 

Krakkarnir fræddust t.d. um mikilvægi þess að hafa brunavarnir í fullkomnu lagi á heimlinu sínu og svo horfðu þau á myndband um Brennuvarg sem var á vappi! 

Þau vildu sum fá slóðin að því, til að geta sýnt það heima svo hér kemur hún:  https://www.youtube.com/watch?v=JfHY7CA_v6c 

Það er því um að gera að ræða þessi mál heima fyrir og fara yfir brunavarnirnar. 


Fengum nýjan grænfána

Þann 20. nóvember, á degi mannréttinda barna 2023, fékk Grunnskólinn í Hveragerði afhentan sinn 6. Grænfána. Innilega til hamingju! Grænfáninn er viðurkenning Landverndar til skóla sem vinna að sjálfbærnimenntun á einhvern hátt.

Fulltrúar grænfánanefndar er skipuð af bæði nemendum og starfsfólki grunnskólans sem vinna saman að menntun til sjálfbærni. Skólinn okkar státar af einstaklega fallegum náttúruperlum allt um kring sem gaman er að nýta með fjölbreyttum hætti. Til dæmis fara allir árgangar reglulega í útikennslu og fræðast þannig með beinum hætti að bera virðingu fyrir náttúrunni og sínu nærumhverfi.

Ruslatínsla og flokkun er einnig fastur liður í því að halda umhverfisvitund innan skólans á lofti.

Við fórum auðvitað og tókum þátt í þessari athöfn. Þar sungum við einnig lagið sem við höfum verið að æfa okkur á undanfarið eða Myndin hennar Lisu.

Myndin hennar Lísu

Við erum að læra lag sem heitir Myndin hennar Lísu sem er eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Ætlunin er að allur skólinn syngi það saman þegar við fáum sjötta grænfánann afhentann þar 20. september næstkomandi. 

Þau vildu mörg fá slóðina til að hafa með heima svo hér til hliðar er myndbandið með textanum.


Áhugaverður hittingur í morgunsárið

Fimmtudaginn 9. nóvember fórum við út fyrir Mjólkurbúið til að sjá það þegar Venus og tunglið hittust, en þau eru skærustu fyrirbæri næturhiminsins.  Það var óvenju stutt á milli þeirra og nánast eins og þau væru að heilsa upp á hvort annað. Venus og tunglið mætast á himni í hverjum mánuði en þennan morgun var óvenju stutt á milli þeirra.  Næst mun þetta gerast eftir akkúrat mánuð en þá verður bilið milli þeirra mun meira.  Krakkarnir gátu svo séð það að Venus hvarf á bak við tunglið þegar leið á morguninn. 

Skilaboð frá Frístundamiðstöðinni Bungubrekku 

Við minnum á að dagatal Bungubrekku er aðgengilegt á heimasíðu starfins. Þar má sjá lengdar opnanir í frístund, lokanir og frí, skipulagsdaga og skipulagskvöld, opnanir í félagsmiðstöðinni, viðburði fyrir börn og unglinga, æfingatíma hjá rafíþróttaklúbbnum og margt fleira. Slóðin á dagatal Bungubrekku er www.bungubrekka.hvg.is/dagatal-bungubrekku

Inn á heimasíðunni má einnig finna allar helstu upplýsingar um allar starfseiningar Bungubrekku. Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi dagatalið á bungubrekka@hvg.is