Vinahópar
Kæru foreldrar
Nú er komið að vinahópunum.
Hvert barn fær tvær vikur til umráða þ. e. velur sér einhvern dag til að bjóða heim á því tveggja vikna tímabili sem það fær úthlutað.
Hvað eru vinahópar?
Vinahópar eru ein leið til að leyfa börnum í árgangi að kynnast betur, efla samstöðu og góðan skóla anda. Umsjónarkennari raðar nemendum í 4 – 5 manna hópa og sendir heim til foreldra tímaplan. Undir stjórn foreldra hittist hópurinn nokkrum sinnum og gerir eitthvað saman. Að kynnast félögum sínum á öðrum vettvangi en bara í skóla getur verið skemmtilegt. Með því eykst umburðarlyndi og sjóndeildarhringurinn víkkar. Foreldrar fá tækifæri til að kynnast börnunum í árgangi barna sinna og læra að þekkja þau með nafni. Það auðveldar ykkur foreldrum til að eiga góðar og gagnlegar samræður við börnin þegar þið hittið þau. Það er einmitt vegna alls þessa sem vinahópar hafa forvarnargildi.
Í vinahópunum geta orðið til ný vinasambönd þó það sé ekki aðalmarkmiðið.
Markmið með vinahópum:
- Að efla samkennd og stuðla að góðum skóla anda.
- Að gefa börnunum tækifæri til að leika við aðrar aðstæður en í skólanum.
- Að börnin fái tækifæri til að leika við aðra félaga en þá sem þau eru í mestum tengslum við.
- Að börnin skilji betur aðstæður félaganna.
- Að foreldrar kynnist félögum barna sinna og þekki þá með nafni.
- Að foreldrar kynnist öðrum foreldrum.
Skipulag vinahópa:
Foreldrar sjá um framkvæmd vinahópa í samvinnu við umsjónarkennara sem raðar í hópana.
Árganginum er skipt í 4-5 manna hópa. Yfirleitt gott að blanda stelpum og strákum.
Hópurinn hittist jafn oft og fjöldi barna i hópnum, einu sinni heima hjá hverjum. Mikilvægt að finna hentugan tíma svo allir geti mætt.
Hver heimsókn varir í ca 1,5 klst í senn. Hóparnir hittast á 2 vikna fresti, sem er hæfilegt viðmið fyrir flesta.
Hvetjum börnin til að leika sér öll saman og reynum að skapa sem bestar aðstæður til þess (aðstoðið þau e.t.v. við að velja leiki eða undirbúið viðfangsefni fyrirfram með ykkar barni).
Vinahópurinn á að vera undir umsjá foreldris alla heimsóknina.
Æskilegt er að sýna börnunum heimilið og kynna heimilisfólkið.
Mikilvægt er að stilla veitingum og því sem á að gera í hóf þannig að ekki skapist samkeppni.
Mikilvægt er að foreldrar hafi reglur um það hvað er gert. Tölvuleikir og sjónvarpsáhorf ætti t.a.m. ekki að vera í boði þar sem tilgangurinn er að stuðla að því að börnin leiki sér saman.
Hvað er hægt að gera í vinahópum?
Hugmyndir
Innileikir
Vinnustaðaheimsókn
Skemmtileg leiksvæði
Hjólreiðartúr
Baka
Elda saman
Föndra
Fara á safn
Spila
Gönguferð (t.d. með nesti)
Útileikir
Fara á bókasafnið
Búa til leikrit
Spjalla saman yfir kakóbolla og meðlæti
og svo miklu meira
Það hefur verið reynsla foreldra yngstu barnanna að ekki þarf að hugsa fyrir því að hafa ofan af fyrir hópnum þar sem börnunum þykir svo gaman að koma og leika sér með nýtt dót að þau vilja helst ekki láta trufla sig.
Ef einhverjar spurningar vakna þá hafið samband við okkur.
Vinahópur 1









