Grunnskólinn í Hveragerði

2.bekkur 2022/2023

Velkomin á heimasíðuna okkar

Hér ætlum við að setja alls kyns upplýsingar, fróðleik, myndir og fleira fyrir foreldra barna í 2. bekk í Grunnskólanum í Hveragerði.

Vinakveðjur bornar út

Í tilefni Baráttudags gegn einelti sem var þriðjudaginn 8. nóvember síðastliðinn, gengum við, ásamt vinum okkar úr 5. bekk í nokkur fyrirtæki hér í bæ og afhentum þeim fallegar vinakveðjur sem börnin höfðu hjálpast að við að útbúa. Þetta var skemmtileg og falleg ganga. Þetta er skemmtileg hefð sem skapast hefur í grunnskólanum. Við berum út í fyrirtæki annað árið og hitt árið

Vinabekkur í heimsókn

Í Grunnskólanum í Hveragerði hefur það tíðkast að hver bekkur á sinn vinabekk og vinna þau allskyns verkefni saman yfir skólaárið. Til að mynda hittast þeir og útbúa vinakveðjur á degi gegn einelti sem síðan eru bornar í hús eða fyrirtæki. Þetta árið er vinabekkurinn okkar 5. bekkur.

5. bekkur kom í heimsókn til okkar þar sem við ræddum saman um það hvað við gætum gert skemmtilegt saman á þessu skólaári en við ætlum að reyna að vera dugleg að hittast :) Við spiluðum svo saman og höfðum gaman, þetta heppnaðist einstaklega vel.

Árgangagöngur Grunnskólans í Hveragerði

Árgangagöngur voru farnar á þriðjudaginn í blíðskaparveðri. Við gengum Hamarsstíginn og enduðum upp í Ljóðalaut og þar léku krakkarnir sér í ýmsum ævintýraleikjum.

Þessar göngur eru farnar á hverju hausti þar sem allur árgangurinn gengur saman. Sömu gönguleiðirnar eru farnar ár eftir ár og verða erfiðari og erfiðari eftir því sem líður á skólagönguna.

Nærumumhverfið okkar

Við erum svo heppin að það er stutt að fara í Listigarðinn. Þar leynast alls kyns ævintýri - við lærum svo margt með því að vera úti og leika. Hérna fóru nokkur börn að tína köngla og skrifa nöfnin sín.