Reiðistjórnun

ÁME

Atburðarás - 


Það gerist einhver atburðarás.  Við getum skipt atvikinu upp í þrjú skref:  

Áður - Meðan - Eftir    (Á-M-E)



Þegar við setjum upp atvik í  Á - M - E,  þá viljum við skoða hvað það er sem við hefðum getað gert öðruvísi í M og hvaða afleiðingar við hefðum viljað fá í E .




reiðivísbendingar2

Reiði - vísbendingar

Mikilvægt er að þekkja þær vísbendingar sem líkaminn sendir okkur þegar við erum að verða reið.

Vísbendingarnar geta verið mismunandi á milli manna. 

Hér til hliðar eru nokkrar algengustu vísbendingarnar sem við getum fundið fyrir þegar við erum að verða reið.


Vöðvarnir okkar spennast.

Við kreppum hnefnana.

reiðivísbendingar1

Sumir bíta saman tönnum þegar þeir verða reiðir.

Einnig eru margir sem fá hraðari hjartslátt.

reiðivísbendingar3

Margir upplifa það að fara að draga andann hraðar.

Sumir fá einnig hnút í magann þegar þeir eru að verða reiðir.


Reiðidemparar1

Reiðidemparar

Við notum reiðidemparana ef við verðum reið og þurfum aðstoð við að róa okkur niður. 

Þá eru nokkrar leiðir sem við getum nýtt okkur. 

Hver og einn einstaklingur þarf að finna þá leið sem hentar honum best.

En hér eru nokkrar leiðir sem geta hjálpað okkur að ná betri stjórn á okkur.


Við getum notað andardráttinn okkar til að róa okkur niður en þá drögum við djúpt andann og einbeitum okkur að önduninni. 

Sumum finnst gott að róa sig með að telja áfram eða afturábak. Stundum byrja sumir að telja frá 100 og niður!

 

Reiðidemparar2

Það er líka gott að geta kallað fram góðar minningar sem láta mann líða vel.


Mörgum finnst einnig gott að hugsa róandi hugsanir til að ná sér niður.