Verkefni

Græna framtíðin

Um þessar mundir er aftur að hefjast Græna framtíðin sem er samstarfsverkefni milli grunnskólans og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Nemendur yngsta stigs fara í ferðir upp í garðyrkjuskólann á vorin þar sem þeir sá sumarblómum, kryddjurtum og/eða öðrum plöntum. Svo er vökvað, priklað og gróðursett og fylgst með vexti plantnanna. Nemendur fá svo plöntur með sér heim í skólalok.

Þetta skemmtilega verkefni hefur vakið mikla lukku meðal nemenda og kennara og er jafnframt ákveðinn vorboði með hækkandi sól :-)

Endilega skoðið myndirnar frá þessari skemmtilegu stund inni á myndasíðu bekkjarins.