Færniþættir

Að hlusta

Hér erum við að æfa okkur í því að hlusta og hvernig við sýnum þeim sem við tölum við að maður sé að hlusta. 

Stundum heldur maður jafnvel að enginn sé að hlusta á mann, jafnvel þó að það sé ekki rétt. 

Þegar við erum að hlusta þá er mikilvægt að horfa á þann sem er að tala. 

Við reynum að vera kyrr og förum ekki að tala við aðra á meðan við hlustum.

Við þurfum einnig að hugsa um það sem við hlustum á svo við skiljum hvað hinn er að segja. Einnig ef við erum beðin um eitthvað að við séum viss um það hvað við eigum að gera.


Að tala fallega

Það er mikilægt að við tölum fallega við hvort annað. 

Þá er mjög mikilvægt að við sýnum vinalega framkomu. Við þurfum einnig að nota vinalega líkamstjáningu/framkomu. Við getum nefnilega "sagt mikið" með því að nota líkamann eingöngu t.d. með því að nota mismunandi svipbrigði.

Við notum mjúku röddina okkar (innirödd). Röddin okkar er mikilvæg í því að tala fallega. 


Að segja satt

Hugsaðu um það sem getur gerst ef við segjum satt eða segjum ósatt.

Stundum þurfum við að hugsa um það hvað gæti gerst ef við segjum satt eða ósatt. Það getur haft aleiðingar fyrir okkur að segja t.d. ósatt frá einhverju. 

Við þurfum að ákveða að segja satt og rétt frá því sem gerist.  Ef maður byrjar að skrökva þá kemur það manni í koll síðar. 

Segjum satt, það margborgar sig. 

Það er gott að tengja þetta við færniþáttinn að tala fallega þegar við segjum satt.

Að biðja um hjálp

Að biðja um hjálp

Það er nauðsynlegt að æfa sig í þeirri færni að biðja um aðstoð. 

En stóra spurningin er oft hvenær við eigum að biðja um aðstoð? Mikilvægt er að við reynum fyrst sjálf við það sem okkur vantar hjálp með.  Við verðum bara að muna að ef við náum þessu ekki, þá biðjum við um hjálp. 

Þegar við biðjum um hjálp verðum við einnig að muna eftir færniþættinum að tala fallega. 

Því munum, kurteisi borgar sig.  ;)