Grunnskólinn í Hveragerði
2.bekkur 2022/2023
Velkomin á heimasíðuna okkar
Hér ætlum við að setja alls kyns upplýsingar, fróðleik, myndir og fleira fyrir foreldra barna í 2. bekk í Grunnskólanum í Hveragerði.
Græna framtíðin
Á dögunum hófum við verkefnið Græna framtíðin en það felst í því að nemendur sá, vökva og prikla ýmist blóm eða grænmeti. Afraksturinn mun síðan koma heim með þeim í lok maí mánaðar.
Söguganga um Blómabæinn
Einn hluti af Hveragerðisverkefninu er að fara í fræðandi sögugöngu um Hveragerði. Viktoría leiddi hópinn og sagði okkur allskyns áhugaverða hluti um bæinn okkar. Við kíktum til að mynda á elsta húsið í Hveragerði, húsið sem brann við kirkjuna, staðinn þar sem hverinn kom upp úr miðju húsi í jarðskjálftanum 1947 og ýmislegt annað.
Heimsókn á bæjarskrifstofu
Við fórum í skemmtilega heimsókn á bæjarskrifstofu Hveragerðis. Þar hittum við Geir bæjarstjóra í fundarherberginu. Fengum að spyrja spurninga og fengum svala og kex að maula á :)
Heimsóknir frá Tónlistarskóla Árnesinga
Nú í byrjun árs fáum við hljóðfærakynningar frá Tónlistarskóla Árnesinga. Fyrsta kynningin var 13. janúar. Það voru þeir Stefán og Vignir sem komu og kynntu trommur, gítar og bassa fyrir nemendum. Börnin voru afskaplega hrifin, spurðu margs og tóku vel undir í söng og dansi.
Hveragerðisverkefnið
Nú erum við í 2. bekk að fara af stað með svokallað Hveragerðisverkefni en það snýst um að kynnast nærumverfinu okkar betur. Þá heimsækjum við hin ýmsu fyrirtæki og samtök. Við byrjum á heimsókn til Hjálparsveitar skáta þar sem við erum að vinna með kaflann "Verum örugg" í samfélagsfræði.
Vinakveðjur bornar út
Í tilefni Baráttudags gegn einelti sem var þriðjudaginn 8. nóvember síðastliðinn, gengum við, ásamt vinum okkar úr 5. bekk í nokkur fyrirtæki hér í bæ og afhentum þeim fallegar vinakveðjur sem börnin höfðu hjálpast að við að útbúa. Þetta var skemmtileg og falleg ganga. Þetta er skemmtileg hefð sem skapast hefur í grunnskólanum. Við berum út í fyrirtæki annað árið og hitt árið
Vinabekkur í heimsókn
Í Grunnskólanum í Hveragerði hefur það tíðkast að hver bekkur á sinn vinabekk og vinna þau allskyns verkefni saman yfir skólaárið. Til að mynda hittast þeir og útbúa vinakveðjur á degi gegn einelti sem síðan eru bornar í hús eða fyrirtæki. Þetta árið er vinabekkurinn okkar 5. bekkur.
5. bekkur kom í heimsókn til okkar þar sem við ræddum saman um það hvað við gætum gert skemmtilegt saman á þessu skólaári en við ætlum að reyna að vera dugleg að hittast :) Við spiluðum svo saman og höfðum gaman, þetta heppnaðist einstaklega vel.
Árgangagöngur Grunnskólans í Hveragerði
Árgangagöngur voru farnar á þriðjudaginn í blíðskaparveðri. Við gengum Hamarsstíginn og enduðum upp í Ljóðalaut og þar léku krakkarnir sér í ýmsum ævintýraleikjum.
Þessar göngur eru farnar á hverju hausti þar sem allur árgangurinn gengur saman. Sömu gönguleiðirnar eru farnar ár eftir ár og verða erfiðari og erfiðari eftir því sem líður á skólagönguna.
Nærumumhverfið okkar
Við erum svo heppin að það er stutt að fara í Listigarðinn. Þar leynast alls kyns ævintýri - við lærum svo margt með því að vera úti og leika. Hérna fóru nokkur börn að tína köngla og skrifa nöfnin sín.