Grunnskólinn í Hveragerði

3. bekkur 2023/2024

 

Velkomin á heimasíðuna okkar

Hér ætlum við að setja alls kyns upplýsingar, fróðleik, myndir og fleira fyrir foreldra barna í 3. bekk í Grunnskólanum í Hveragerði.

 

Velkomin í 3. bekk

Við erum auðvitað úti í Mjólkurbúi og það opnar alla skóladaga kl. 7:45. 

Við minnum einnig á hafragrautinn sem er ókeypis alla morgna frá kl. 8:00 - 8:20 inni í mötuneyti.

Að gefnu tilefni eru foreldrar vinsamlega beðnir að hringja ekki í börn sín í farsíma (símaúr) þeirra á skólatíma. Slíkt veldur mikilli truflun á skólastarfi.

Sé málið brýnt, vinsamlega hafið samband við skrifstofu skólans í síma 483-0800 og ritari eða skólastjórnandi kemur skilaboðum til viðkomandi nemanda.