Fréttir úr 3. bekk
Skráning í foreldraviðtöl
Nú eru foreldraviðtölin handan hornsins en þau verða mánudaginn 25. sept. Það er því um að gera að skrá sig í viðtal fyriir mánudaginn. Nemendur mæta í viðtalið með foreldri eða forráðamanni og margir nemendur ætla að spreyta sig í ár með nemendatýrðu foreldraviðtali.
Hér er gott myndband til að rifja upp hvernig við bókum viðtölin inni í mentor.is: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM
Skilaboð frá Frístundamiðstöðinni Bungubrekku
Við minnum á að dagatal Bungubrekku er aðgengilegt á heimasíðu starfins. Þar má sjá lengdar opnanir í frístund, lokanir og frí, skipulagsdaga og skipulagskvöld, opnanir í félagsmiðstöðinni, viðburði fyrir börn og unglinga, æfingatíma hjá rafíþróttaklúbbnum og margt fleira. Slóðin á dagatal Bungubrekku er www.bungubrekka.hvg.is/dagatal-bungubrekku
Inn á heimasíðunni má einnig finna allar helstu upplýsingar um allar starfseiningar Bungubrekku. Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi dagatalið á bungubrekka@hvg.is
Bekkjartenglar óskast
Okkur vantar tengla fyrir árganginn (tvo úr hverjum hóp), hugmynd kom að sjá hvort einhverjir brenna fyrir því að verða tenglar. Ef engin viðbrögð koma þá höfum við samband við þá sem eru næstir á nafnalistanum hjá hverjum hóp.
Endilega kíkið á síðuna hér um bekkjartengla. Þar er fullt af áhugaverðu efni sem er gott fyrir foreldra að kíkja á.
ART er smart
Við erum farin að taka ART tíma einu sinni í viku í 3. bekk. ART stendur fyrir Aggression Replacement Training og er fastmótað uppeldisfræðilegt þjálfunarmódel sem hefur það að markmiði að fyrirbyggja óæskilega hegðun og kenna aðrar leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda.
Í ART er unnið með félagsfærni, sjálfstjórn og siðferðisvitund. Markmiðið er fyrst og fremst að gera börnunum kleift að fá meira út úr lífinu, að styrkja félagsfærni þeirra, sjálfstraust, samskipti og aðlögun í félagslegu umhverfi Þessir þrír þættir eru meðal annars þjálfaðir með sýnikennslu, hlutverkaleik, jákvæðri styrkingu, æfingum og umræðum.
Við erum búin að taka fyrir færniþættina að hlusta og einnig að tala fallega svo það er um að gera að æfa þessa færni heima.