Hagnýtar upplýsingar
Börn og miðlanotkun
Hér til hliðar eru hagnýtar spurningar fyrir foreldra sem gott er að fara yfir reglulega heima og útbúa reglur heima fyrir.
Þar fyrir neðan eru einnig góðir punktar til að hafa í huga ef miðlanotkun barna er of mikil og hvernig áhrifin verða hjá börnunum.
Þessi atriði hér til hliðar eru tekin úr handbók fyrir foreldra sem heitir Börn og miðlanotkun.
Endilega kíkið á hana og það efni sem þar er um miðlanotun.
Skráning í mat / ávexti
Öll skráning í mat, ávexti og mjólk fer fram á íbúagátt Hveragerðisbæjar.
Ef börnin voru skráð þar síðasta skólaár helst skráningin inni en endilega athugið stöðu ykkar barna þar.
Velkomin í 4. bekk:
Við erum auðvitað úti í Mjólkurbúi og það opnar alla skóladaga kl. 7:45.
Við minnum einnig á hafragrautinn sem er ókeypis alla morgna frá kl. 8:00 - 8:20 inni í mötuneyti.
Að gefnu tilefni eru foreldrar vinsamlega beðnir að hringja ekki í börn sín í farsíma (símaúr) þeirra á skólatíma. Slíkt veldur mikilli truflun á skólastarfi.
Sé málið brýnt, vinsamlega hafið samband við skrifstofu skólans í síma 483-0800 og ritari eða skólastjórnandi kemur skilaboðum til viðkomandi nemanda.
Vatnsbrúsar í skólann
Það er alltaf gott að börnin hafi gott aðgengi að vatni og því er gott að þau komi með vatnsbrúsa með sér í skólann því oft verða þau þyrst.
Skilaboð frá Frístundamiðstöðinni Bungubrekku
Við minnum á að dagatal Bungubrekku er aðgengilegt á heimasíðu starfins. Þar má sjá lengdar opnanir í frístund, lokanir og frí, skipulagsdaga og skipulagskvöld, opnanir í félagsmiðstöðinni, viðburði fyrir börn og unglinga, æfingatíma hjá rafíþróttaklúbbnum og margt fleira. Slóðin á dagatal Bungubrekku er www.bungubrekka.hvg.is/dagatal-bungubrekku
Inn á heimasíðunni má einnig finna allar helstu upplýsingar um allar starfseiningar Bungubrekku. Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi dagatalið á bungubrekka@hvg.is
Útivistartíminn
Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
FORELDRUM/FORRÁÐAMÖNNUM ER AÐ SJÁLFSÖGÐU HEIMILT AÐ STYTTA ÞENNAN TÍMA OG SETJA BÖRNUM SÍNUM REGLUR UM STYTTRI ÚTIVISTARTÍMA.
Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu. Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst m.a. að ganga úr skugga um að þau séu ekki í símanum eða tölvunni þegar þau eiga að vera komin í rúmið.