Upplýsingatækni

Við notumst mikið við iPad í 2. bekk. Við notum þá aðallega í hringekjuvinnu en með tímanum munum við nota þá meira í annarri verkefnavinnu. Það er gaman að segja frá því að við stýrum því algjörlega hvaða forrit þau geta notað og það er til dæmis ekki möguleiki að fara inn á youtube eða internetvafra. Við látum tæknimanninn okkar vita hvaða forrit við viljum hafa aðgengileg í iPödunum og þannig getum við stýrt markvissri vinnu mun betur. Þau eru ótrúlega dugleg að nota þessi frábæru tæki, það er svo gaman að fylgjast með þeim :)

Hér að neðan munum við setja inn þau smáforrit sem við notumst við.

  1. Box island

  2. Orðagull

  3. Pet bingo

  4. Teddy bear math

  5. Georg og félagar

  6. Georg og leikirnir

  7. Sprotarnir

  8. Lærum og leikum

  9. Seesaw class

  10. Seesaw family