Umsjónarkennarar

Signý Ósk Sigurjónsdóttir

er fædd og uppalin í Skagafirði en flutti til Hveragerðis árið 2017. Hún á 3 börn á aldrinum þriggja til tólf ára og er gift honum Jóa sínum.

Signý er með B.Ed.-gráðu í grunnskólakennslu en M.Ed.-gráðu í menntunarfræði leikskóla. Hún vann í 7 ár á leikskóla áður en hún ákvað að snúa aftur í grunninn sinn og er þetta þriðja árið hennar hérna í Grunnskólanum í Hveragerði.

Veffangið hennar er signyosk@hvg.is

Sigríður Sigfúsdóttir

er fædd og uppalin á Selfossi, er yngst af fimm systkinahópi. Hún býr á sveitabæ í Ölfusinu er gift Baldri bónda og saman eiga þau fjórar dætur á aldrinum 14 – 22. árs.

Sigga útskrifaðist stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fór í leikskólakennarafræði í HÍ og útskrifaðist árið 2006 með B.Ed. gráðu í leikskólakennslufræðum. Vann í nokkur ár sem leikskólakennari, ákvað svo að bæta við sig í námi og tók viðbótardiplóma í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á sérkennslufræði.

.

Árið 2017 byrjað Sigga að vinna við Grunnskólann í Hveragerði og hefur starfað þar sem umsjónarkennari á yngsta stigi.

Veffangið hennar er sigridurs@hvg.is


Viktoría Sif Kristinsdóttir

er fædd í Reyjavík en flutti á Suðurlandið haustið sem hún varð 6 ára. Hún var í Grunnskólanum í Hveragerði frá 8 ára aldri og útskrifaðist þaðan vorið 1985. Hún fór síðan í Menntaskólann að Laugarvatni og þaðan í HÍ þar sem hún lauk BA prófi í bókmenntafræði. Árið 2001 útskrifaðist hún með B.ed gráðu í kennslufræðum. Hún hefur kennt frá árinu 1997 en hún byrjaði að kenna í GíH haustið 2004 og hefur því kennt við skólann í 18 ár.

Viktoría á fjórar dætur á aldrinum 19 til 31 árs. Hún á einnig þrjá ömmustráka


Veffangið hennar er viktoria@hvg.is

Deildarstjóri yngsta stigs

Ólafur Hilmarsson

oh@hvg.is

Stuðningsfulltrúar

Hrefna Ósk Jónsdóttir


Þórunn Ösp Björnsdóttir